Þá er lokið 9 daga ferð til Íslands. Ísland er frábært, rokk'o'ról! Fékk gigg með Sinfó og Ungfó! Með Sinfó spilaði ég tvenna tónleika og enga æfingu...mikið rokk! Aðrir tónleikarnir voru í Vestmannaeyjum. Með Ungfó fékk ég nú 3 góðar æfingar og smá bassaæfingu með Óttari enda var prógrammið þeirra ekkert létt í lestri svo maður þurfti fyllilega á öllum æfingum að halda. Sinfóprógrammið var ekki mjög erfitt en auðvitað alltaf erfitt þegar maður vill sanna sig en fær ekki bestu aðstæður.
Mikið djamm, enda einu tímarnir sem ég hafði lausa voru næturnar. Mikið fjör á djamminu á Íslandi eins og alltaf. Matti hélt partý eftir Ungfó en hann var með sólóstykki á tónleikunum sem hann spilaði ótrúlega vel...drengurinn er að brillera! Það er svo sjaldan sem maður heyrir gefið allt í á óbó-inu....hann rokkaði feitt!...eða eins og hann segir sjálfur "einlægnin kemur manni langt"
Ég hafði hugsað mér að hitta afa minn á hverjum degi en það varð nú ekki meira en tvær heimsóknir...svona er að vera vinsæll ;-)
Nú spyr ég netheiminn, er munur á :-) og :) ???
Mér dettur í hug að þetta :-) sé maður og þetta :) sé maður sem er búinn að fara í fegrunaraðgerð og láta skera talsvert af nefinu...ég tel því réttast að ég noti :-)
Ég þakka eftirfarandi fólki:
-Afa fyrir að lána mér bílinn og símann
-Háva og Sinfó fyrir að ráða mig, sem er einmitt ekki búin að borga mér og hver veit hvernig þeir kjarasamningar fara :-)
-Helgu Þóru því hún er mesta gæðablóð sem ég þekki
-Sverri fyrir djammið sem rokkaði feitt
-Ásgeiri fyrir sinfóníupartý og Emil fyrir eftirpartý
-Gunnsteini og krökkunum sem eru í stjórn Ungfóníu
-Matta og famelíu fyrir partýið
-Bjarna fyrir heimspekikennslu í miðju partýi
-Guðnýju fyrir að vera góður djammfélagi eftir Ungfóníutónleikana
-og öllum vinunum og fjölskyldu sem reyna alltaf að gera líf mitt frábært
Ég er ekki alveg sáttur við
-Svöfu fyrir að klikka á djamminu eftir Ungfóníutónleikana
-Poppsveitina Ísafold
-Flugleiðir fyrir að rukka 25.000 kall fyrir flutning á hljóðfærinu mínu
-Inga Garðar og Tóta fyrir að dissa Aerosmith, koma seint í partýið hjá Matta og fara snemma. Börn og konur eru engin afsökun :-)
Annað í fréttum er:
Slide Show Secret er komið með 5 gigg í sumar, m.a. 19.júlí í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, allt á blússandi uppleið. :-)
Jamm og jæja....best að fara að hræra upp í liðinu í Köben. Rokk!!!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli