miðvikudagur, mars 09, 2005
Kaup litla mannsins
Þá er eitt stykki Ikea ferð yfirstaðin. Keypti leðursófa og sófaborð, mjög kúl. Núna er ég því méð sjónvarpshorn og þægilega aðstöðu til að sitja við tölvuna. Þetta gerir það að verkum að eina herbergið mitt verður næstum því eins og tvö þótt enginn veggur skilji þau að. Keypti auðvitað meira af smádrasli í eldhúsið og spegil í stofuna. Allt er að verða svo fínt og skemmtilegt. Það er alveg frábært að vera single þegar maður vill breyta til, maður ræður öllu og hefur þetta eftir sínu höfði. Ég á samt eftir að taka til í ýmsu en allt á góðri leið. Nú fer að líða að partýi...það þýðir ekkert að gera svona án þess að bjóða fólki í heimsókn og nýta það hvað aðstaða til partýhalda er orðin góð :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli