þriðjudagur, mars 08, 2005

Dótarúm fyrir Jóhannes leiðara í IKEA gagnrýninni.

Það var held ég alveg kominn tími á færslu. Hildur kom í gær og sóttu helling af dóti þannig að nú fer maður að geta gert íbúðina fína, það er búið að vera svo mikið drasl í þó nokkurn tíma og ég hef ekki nennt að taka til þar sem Hildur átti hvort eð er eftir að taka fullt af dóti. Diskasafnið okkar minnkaði um svona 1/3 eða meira. En þá skellti ég bara öllum óperunum mínum í diskastandinn og nú er þetta ekki eins tómlegt lengur ;)

Bráðum fer ég í IKEA og kaupi mér sófa svo ég geti haft kósý sjónvarpshorn. Þá er ég búinn að kaupa nýtt rúm en Hildur fær að hafa það meðan hún er í Danmörku (2 mánuði) og svo fer hún til Íslands þá tek ég rúmið. Málið var að hana vantaði eitthvað að sofa á og þar sem hún fór út þá hef ég miklu meira af húsgögnum og slíku, það var því ekki annað en sanngjarnt að bjóða henni rúmið nýja á meðan ég notast við það gamla.

Það gékk nú bara nokkuð vel að spila Jóhannesarpassíuna, ekki öfunda ég sellistann. Sellóið er að allan tímann og hefur mikið hlutverk, ég fæ þó pásur þar sem sellóið á að vera solo. Prufuspilið í Kapel gékk vel en ég fór ekki áfram í 2.umferð. Það var nú líka ekki við öðru að búast, það var um 2 stöður að ræða 1.leiðari og tutti. Það komu því spilarar frá hinum ýmsustu þjóðum sem eru að sækjast eftir sólóstöðum. Það þýðir lítið fyrir mig eins og er að keppa við svoleiðis kappa, oft einhverjir reynsluboltar.

Nú þegar spilatörnin er búin nenni ég ekkert að æfa mig, gerði ekkert í gær annað en að hjálpa Hildi að flytja dót og í dag er ég að hugsa um að taka til og kannski fara í IKEA.

Maður skelfur alveg við þessi skrif en eins og mörgum er kunnugt er kominn blogg gagnrýnir, hvaða vit sem er í því? :)

Engin ummæli: