Ég hef verið að spá í hvort ég ætti að taka mér orlof næsta ár. Þá hef ég verið að hugsa mér að taka tíma hjá kennurum í Osló, Stokkhólmi og Rotterdam. Halda tónleika og skipuleggja. Safna að mér meiri reynslu og þekkingu áður en ég útskrifast. Ég er nú þegar búinn að stinga upp á að ég spili Koussevitsky konsertinn með S.Á. á næsta ári og ég myndi fíla að vera nokkrar æfingar með þeim til að geta skipt mér af, ekki bara koma á seinustu æfingu. Það myndi ég geta ef ég væri í orlofi frá konservatoríinu. Eini gallinn er að ég vil fara að verða sjálfstæður sem fyrst, komast undan klóm kennara míns og valdsins (konservart.). Það yrði örugglega leiðinlegt að þurfa að koma aftur ári seinna. Svo er líka galli að þá fengi ég ekki námslán á meðan og þyrfti að finna aðrar leiðir til að lifa af. Ég myndi ekki vilja nota fríið til að kenna á fullu eða eitthvað í þá áttina, ég vil spila, taka tíma, æfa mig í að skipuleggja tónleika og fá reynslu úr því. Þetta orlofsmál þarf að ákveða fyrir 15.mars svo mér liggur á að komast að niðurstöðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli