mánudagur, febrúar 07, 2005

Þegar öllu er á botninn hvolft

Ég neyðist til að æfa á annað hljóðfæri en mitt eigið þessa dagana. Kennarinn minn segir mig ekki eiga sjens í prufuspilin ef ég spila á minn bassa. Ég er því að æfa á hljóðfæri sem vinur minn á og notar ekki í augnablikinu. Sá bassi er með stóru soundi og miklum botn, tóninn er líka súperskýr. Gallinn við bassann er að hann er risastór og það er líkamlega erfitt og intonation er erfiðari.

Ég er samt að gera svo margt að ég nenni varla prufuspilinu. Það er USA í apríl, The Slide Show Secret (sem þarf að æfa fyrir) í sumar á Íslandi og svo Ísafold, þá fer ég í kammermúsík og hljómsveitaparta próf í maí (svokallað 4árs próf). Það er nóg framundan og ég nenni varla að þurfa að æfa eina ferðina enn konsertana góðu en nú verð ég enn frekar að æfa þá þar sem ég er ekki að spila á minn bassa.

Ég held að ég sé áhugalítill því ég borða of mikinn skyndibita. Mig vantar næringu.

Engin ummæli: