Fimmtudagar eru auðveldari í kennslunni en miðvikudagar. Strákarnir í dag voru kannski ekki búnir að æfa neitt sérstaklega en þeir eru mjög áhugasamir og þolinmóðir í tímanum. Annar þeirra stakk upp á að fá aukatíma um helgar því hann vill læra þetta en finnst auðveldara með kennara. Það skil ég vel, það er erfitt að æfa sig einn þegar maður er ekki alveg viss hvað maður á að gera. Þótt ég sýni þeim aðferðir og segi hvernig á að æfa þá er það samt betra með kennarann viðstaddann. Ég er mjög inspíreraður eftir fimmtudaga en þreyttur eftir miðvikudaga. Vonandi tekst mér að fá þennann erfiða til að breytast, en það þarf nú samt kraftaverk til...hver segir að þau gerist ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli