Skólinn minn er sérvitur hálfviti. Þegar það eru venjuleg lokapróf í þessum skóla er leyft að spila út um allan skóla þó svo það trufli og heyrist inn í sal. Þegar það eru litlir skólatónleikar svona eins og ég spila reglulega á þá er bannað að spila á hæðinni fyrir neðan. Þegar það eru útskriftartónleikar úr sólistaklassanum (debut) þá má ekki spila neinsstaðar í skólanum, ekki einu sinni í kjallaranum sem bara skrattinn sjálfur gæti heyrt. -Þetta eru skrítnar reglur
Þá kemur spurningin, þegar allir tónleikar byrja kl.20 í þessum skóla, afhverju er mér þá gefnir kammertímar kl.19:30 - 20:30 í stofu fyrir neðan konsertsalinn?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli