Já, nú fer ég til Íslands í 9 daga, 16.mars til 25.mars og mun meðal annars spila með Ungfóníu á "páska"tónleikum þeirra. Það verður án efa mikið stuð, Matti spilar sóló. Það verður gott að fara aðeins heim til Íslands, vonandi verður kennarinn minn sáttur því ég fer svo til USA 4.apríl. Hann er nú yfirleitt ekki hrifinn af því að fólk sé að taka svona mikinn tíma frá tímunum og venjulegum æfingum.
Á morgunn er prufuspilið í Radíó, ég hef ekkert æft mig í dag, er að spá í að æfa mig kannski á eftir og fara yfir nokkra staði. Hita svo vel upp á morgunn. Ómögulegt að spá fyrir um þetta, maður gerir bara sitt besta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli