Vill bara að það sé á hreinu að sambandsslitin eru sameiginleg ákvörðun og það erfiðasta við þau er hvað okkur þykir vænt um hvort annað og fjölskyldu hvors annars. Mér finnst t.d. mjög leiðinlegt að þurfa að kveðja Eirík & Hildi, afa og ömmu hennar eða Hadda frænda hennar sem býr hjá þeim, svo er náttúrulega Júlía litla systir sem ég hef nú alltaf náð vel til og bara allir.
En við drógum ekki fram það besta í hvort öðru og því er þetta fyrir bestu. Nú er bara að einbeita sér eins og herforingi að tónlistinni, ég finn meira að segja hvernig tónlistaráhuginn er að aukast, eins og maður hafi verið svoldið dofinn seinustu 2 árin, ekki Hildi að kenna heldur sjálfum mér því ég hélt í sambandið vitandi innst inni að það væri á enda.
Ef ég væri unglingur gæti maður skrifað svona ljóð. Ég geri það að sjálfsögðu ekki!!
Dofið hjarta
veikur sláttur
hægur hugi,
að ösku varð
brennandi bál
en það glittir,
það glittir í
neistann og
tónist er eldfim.
Nú hvet ég fólk til að semja melódíu við þetta og hljómagang. Í vinning fyrir besta lagið verður dvd diskurinn "best of KONTRI" sem kemur út eftir 10 ár. Vinningurinn verður afhentur 10.janúar 2015 við hátíðlega athöfn í nýju óperunni í Kaupmannahöfn og kóngurinn (ekki Elvis) sjálfur mun afhenda diskinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli