Þá eru tveir nemar búnir í þessari viku og næstu tveir á morgunn. Stelpan hafði nú ekki mikið æft sig en samt skoðað Bond nóg til að við gátum spilað það, vel af sér vikið. Strákurinn (sá sem er erfiðastur) þóttist auðvitað gleyma nótunum heima, svo "tata!!" ég lét hann fá meiri nótur. Ekkert væl sko! Ég neyddist til að kenna þeim tónfræði í 15 mínútur áður en við spiluðum. Ég reyndi að útskýra að dúr skali væri byggður á 2 heiltónum 1 hálftón 3 heiltónum 1 hálftón. Það tók sinn tíma. En það er erfiðara en það virðist að útskýra tilgang fastra formerkja, og það á dönsku. Að útskýra það að dúr skali væri alltaf byggður á sama munstri var þáttur í föstu formerkja útskýringunni.
Ég finn að þessi erfiði er mjög klár og fljótur að læra en hann nennir þessu bara ekki, hann vill frí, enda seinasti tími dagsins hjá honum. Stelpan er í meira stuði enda eldri og þroskaðri. Þau fengu fjóra skala og eiga sem heimavinnu að skrifa nöfnin á nótunum. Nú er að biðja til Guðs um að það verði gert. Strákurinn reyndi að gleyma nótunum í stofunni, elsta bragðið í bókinni...ég var fyrri til og kallaði á eftir honum....he he ég vann!!! YES!!
Ég hlakka til að sjá hverju hinir tveir hafa áorkað. Þeir eru allavega mjög liðlegir og þægilegir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli