Í gær lékum við kvartettinn 4+ verkið hans Joshuas Parmenters. Joshua var hæst ánægður og nú hlakka ég bara til að fara til Seattle en það verður 4.apríl til 11.apríl. Tónleikarnir voru haldnir í Öresundskollegíinu en þar búa einmitt margir Íslendingar, Guðný orgel, Snorri og Telma, Hugi og Hanna, Diljá og Kristinn svo eitthvað sé nefnt. Þetta var meiri bar stemmning en tónleika og var kl.21.00 á laugardagskvöldi.
Ég spilaði líka verkið hans Úlfars Secret Psalms sem er fyrir kontrabassa og electronískt tape (CD). Það var alveg ágætt þótt ég sé ekki sáttur við minn hlut. Ég var heldur lítið undirbúinn með það en nóg til að spila það þó. Það vantaði bara svo mikið af smáatriðunum og ég er enn að hugsa um hvernig ég eigi að spila verkið (túlka) það er frekar flatt og getur auðveldlega náð dáleiðandi fallegri stemmningu en ég vil samt segja sögu og ekki bara standa í stað. Að hluta til náði ég því en svo eru líka hlutar sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að leysa. En það kemur með kalda vatninu.
Íbúðin mín er svo köld að það mætti halda að ég byggi í snjóhúsi með loftkælingabúnaði. Ofnarnir virka ekki og það er bara undir frostarki hér inni. Óþolandi, ekki nema von að ég eigi erfitt með að vakna á morgnanna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli