Jæja, þá er jólastússið búið og venjulegt líf tekur við. Þó eru þær breytingar á að við Hildur ætlum að endurnýja mikið af húsgögnum, sérstaklega rúmið, raða öllu upp á nýtt og fá betri nýtingu út úr þessu. Fyrsti hlekkurinn í þessu plani var að fá mér fartölvu og þar með losna við borðtölvuna sem tekur allt of mikið pláss í svona lítilli íbúð. Ég er búinn að kaupa breiðbandstengingu (1024/128) og þráðlaust system. Þetta kemst þó ekki í gagnið fyrr en 19.jan. Það tekur allt tíma í Danmörku. Nú verð ég að sætta mig við hægvirku tenginguna þangað til (með stuttri símasnúru).
Dönsk símafyrirtæki og eiginlega öll fyrirtæki í Danmörku nota öll tækifæri til að rukka extra. Símafyrirtækið mitt rukkar fyrir að aftengja isdn tenginguna því ef ég borga ekki fyrir það (5000 ís.kr.) þá þarf ég að borga gömlu áskriftina áfram...pælið í glæpamönnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli