Maður er alveg að komast í æfingagírinn. Þetta kemur svona hægt og rólega. Annars fór ég á mjög sérstaka mynd í bíó áðan. Hún heitir Sagan um grátandi kameldýrið. Hún fjallar um sveitafólk í Mongólíu sem er með kameldýr og kindur. Fólkið býr í einskonar tjöldum og er mjög einangrað. Eitt vorið fæðir kameldýr albínóa og afneitar afkvæminu. Fólkið grípur því til þess forna ráðs að sækja tónlistarmann í bæinn til að spila fyrir móðurina. Ef móðirin grætur tekur hún kálfinn í sátt. Mjög sérstök og skemmtileg mynd, aðalega gaman að sjá þennann menningarheim. Myndin á að heita heimildarmynd, veit þó ekki hvort hún geti kallast það 100%
Annars held ég að manneskjan sé næstum jafn háð sögum (samanber frásögnum, kvikmyndum, tónlistarfluttningur o.fl.) og mat.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli