miðvikudagur, desember 22, 2004

Stolnar kökur bragðast verr

Ég er búinn að kaupa mér svaka fína fartölvu og er núna á Segafredo kaffihúsinu á Lækjartorgi en þar er þráðlaus tenging. Ég er með nýjar reglur um tölvuna.

1.Engin stolin forrit ef það þarf að uppfæra þau reglulega
2.Ekkert Kazaa forrit eða annað download bull sem fyllir tölvuna af vírusum.

Þannig að ég keypti mér Norton vírusvörn sem ég get alltaf uppfært.

Ég er glaður! :=)

Engin ummæli: