miðvikudagur, janúar 12, 2005

Flytjum fjöll í dag

Í dag er ég að fara að kenna. Maður er svona pínu stressaður því ég þarf að tala dönsku og þetta eru unglingar þannig að maður verður að vera ákveðinn. Mér finnst alltaf erfitt að vera ákveðinn og þurfa að sýna hver ræður á dönsku, ég tala nefninlega slatta vitlaust en kemst upp með það þar sem það skilst. En kennarinn minn er nú ekkert sérstaklega góður í dönsku en getur nú samt verið mjög ákveðinn og sýnir alltaf að það er hann sem ræður. Ef unglingar virða mann ekki þá er leik lokið, ég man það allavega úr grunnskóla. Ég ætla að gefa nemunum geisladisk (skrifaða) með bassamúsík því ég man eftir að þegar ég var byrjandi vissi ég ekki í svona 2-3 ár að bassinn ætti það repertoir sem hann á. Þeir verða vonandi glaðir með það. Annars finnst mér þetta mjög spennandi! Gaman að prófa að kenna.

Engin ummæli: