Kannist þið við að verða þunglynd án þess að hafa ástæðu til? Í gær fannst mér allt ómögulegt, framtíðin svört og ég var svoooo þreyttur. Samt hafði ég enga ástæðu til að líða svona. Ein möguleg skýring þó....Kennarinn minn vill að ég fari að fara í prufuspil svo ég er búinn að skrá mig í prufuspil í Árósum sem fer fram þann 17.desember. Svo verður víst eitthvað prufuspil í Malmö líka. Mér líður oft eins og hann vilji aldrei nota mig sem assistant í Radíóhljómsveitinni og þessi umræða um prufuspil gæti hafa komið þunglyndinu af stað. Svo pirrar það mig að hann hefur aldrei séð mig spila í hljómsveit, bara í grúppuæfingum (sem er allt annað) og hann vill að ég setji meira energí í hljómsveitaspilið mitt nú í framtíðinni. Þá hrundi heimurinn....ég hélt ég setti alla mína sál að veði þegar ég spila í hljómsveit. Svo var hann að tala um hvað Mads bassanemi og vinur minn væri góður í að blanda soundinu sínu inn í grúppuna....þá hugsaði ég nú bara WHAT! Ef það er eitthvað sem ég er alltaf að hugsa um og Mads aldrei þá er það grúppusoundið. Ég sé það núna eftir þetta blogg að ég hafði mjög góða ástæðu til að verða þunglyndur...en sem betur fer er það horfið núna og fyrir mér stendur nýr dagur með nýjum skammt af kaffibollum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli