miðvikudagur, október 13, 2004

Afmæli aftur

Eins og fæstir vita þá á ég afmæli 29.júní. Samt var haldið upp á afmælið mitt núna um daginn eða þann 12.október. Hildi gafst nefninlega ekki tími til að kaupa handa mér gjöf í sumar og þegar ég kom heim úr skólanum núna um daginn (dauðþreyttur) beið mín dýrindis matur, kertaljós og pakki. Þreytan hvarf! Í pakkanum voru 4 DVD myndir, allt fínir klassíkerar. Woody Allen Sleeper - Kubrick Eyes Wide Shut - Full Metal Jacket - Wolfgang Petersen Das Boot. Das Boot er ekki nema 216 mínútur (Directors cut).
Ég skemmti mér konunglega á 2.afmæli ársins. :)


Engin ummæli: