Við Hildur fórum í IKEA áðan og keyptum alls kyns dót...aðalega í eldhúsið. Mikið var það gaman. Það er álíka gaman að fara í IKEA og í TÍVOLÍ. Allskonar dót sem er á frábæru verði. Við keyptum meðal annars smá hillur sem gætu leyst vandamál okkar með skápapláss í eldhúsinu. Annars er okkar vandi sá að við búum í risíbúð og því engir skápar nema niðri við gólf. Ég fékk ekki að tala við trúðinn sem var að sýna börnunum töfrabrögð en ég fékk súkkulaðibúðing. :) Hann var góður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli