Boginn minn var sendur með UPS seinasta miðvikudag og er enn ekki kominn. Að vísu sé ég á heimasíðu þeirra að boginn er kominn til Kastrup og sendur af stað til mín. Þess vegna sit ég heima við tölvuna og býð spenntur eftir boganum.
Annað kvöld eru tónleikar með sinfoníettusveit Kaupmannahafnar (Athelas) og enn og aftur er það Adés sem stjórnar eigin verkum. Bærinn hefur greinilega keypt einhvern Adés pakka eins og RÚV gerir stundum með þætti eða myndir. Eva harmonikkustúlka er að spila með í kammersinfóníunni og ég ætla að kíkja á þessa tónleika og taka hana Helgu Þóru með. Já, nú verður stuð því Helga aðal fiðlustrumpurinn er að koma í heimsókn á morgunn. Kannski maður spjalli við Adés um að semja verk handa Ísafold ;) Við gerum honum bara tilboð sem hann getur ekki hafnað. Ég keypti um daginn Jacqueline du Pré DVD mynd. Mjög gaman af því og veitir hæfilegt magn af innblæstri fyrir nema eins og mig...á gamalsaldri. Þetta myndband heitir remembering Jacqueline du Pré (a Christopher Nupen Film). Það er víst komið annað DVD með henni sem er bara tónleikaupptökur af Elgar konsertinum og Drauga tríóinu e.Beethoven. Það væri gaman að eignast það. Annars langar mig í svo margar DVD myndir um músíkanta, ég á í raun ekki peninga til að kaupa svona en þegar ég geri það þá er svo erfitt að velja því ég veit alltaf að ég mun þá ekki kaupa aftur fyrr en eftir hálft ár eða álíka. Annars sá ég að Brendel er að koma til Kaupmannahafnar í lok október að spila Mozart konserta með Kapel hljómsveitinni (óperuhlj.). Ætli maður verði ekki að kíkja á þá tónleika....Víkingur er mikill aðdáandi þessa píanista af bloggtenglum hans að dæma svo ég vil endilega kynnast spilamennsku gaursins. Ég held líka að ég hafi aldrei heyrt Mozart píanókonsert live...það er skrítið...best að gera eitthvað í því. |
mánudagur, október 04, 2004
RUV pakkinn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli