Á tónleikunum var spilað Asyla og Amerca, a prophecy. Þetta voru bæði flott stykki en ég varð samt ekki yfir mig hrifinn. Ég á nú seinna stykkið á disk og ætla að gefa því sjens. Svo fæ ég lánaðan DVD frá Joel vini mínum með Asyla og Mahler5 (Berliner Philh.+Simon Rattle) þá ætla ég að taka Asyla í gegn.
Á tímabilinu 1996-2001 var ég að uppgötva klassíska tónlist. Fyrst var það Carmen svítan og Beethoven forleikir þá frægt Tsjækovskij eins og 1812 eða Romeo og Juliet o.s.fr. Mahler og Bruckner komu seinastir, Wagner kom á undan Mahler sem er ótrúlegt. En ég fattaði aldrei Mahler fyrr en 2001, þá varð hann líka að tónskáldi no.1 hjá mér. En pointið er að ég sagði aldrei "Mahler er leiðinlegur" heldur sagði ég "Ég fatta ekki Mahler ennþá" af því að ég vissi að tónlistin hans væri góð en ég væri bara ekki búinn að ná henni. Þannig hugsa ég um Asés og þess vegna er ég svona mikið að reyna að fatta hann eða uppgötva. |
laugardagur, október 02, 2004
Meira um Adés
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli