Eva Zöllner - Harmonikka
Kristján Orri Sigurleifsson - Kontrabassi Hugi Guðmundsson - Rafhljóð Tónleikar okkar á Menningarnótt hér í Kaupmannahöfn eru yfirstaðnir. Við spiluðum prógrammið tvisvar, kl.21:30 og kl.23:00. Þetta var skemmtileg tilraun því alltaf þegar maður er búinn að spila tónleika þá hugsar maður ef ég bara gæti farið aftur upp á svið núna, þá myndi ég gera þetta betur. Sannleikurinn var hins vegar sá að ég spilaði alls ekkert betur, heldur ekki verr. Ég var ekki stressaður í seinna skiptið en það breytti engu um frammistöðuna. Það segir mér að maður eigi alls ekki að spá í stressinu eða skella einhverri skuld á stressið. Tónleikarnir gengu vel en í seinna skiptið var mikill umgangur, fólk að koma inn og út og það passaði alls ekki við prógrammið okkar sem var rólegt og íhugult. Eina lýsingin í kirkjunni voru kerti og lampar á nótnastatífunum. Við spiluðum bæði dúó og sóló stykki (ég var með 2 sólóverk sem voru með live electronic) en þegar annað okkar lék sóló verk þá slökkti hinn á statífalampanum sínum. Á milli allra verkana lékum við lítil verk eftir John Cage, þau hljóma eins og lítil jólalög, svona ca. 1 mínúta hvert stykki. Alltaf þegar þessi litlu Cage verk voru spiluð var varpað myndum upp á vegg sitt hvoru meginn við altarið. Myndirnar voru nærmyndir af ýmsum hlutum úr kirkjunni en kirkjan er frá 17.öld og með mikið af fallega útskornu skrauti. |
En mikið rosalega var þetta gaman! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli