Á föstudaginn eru tónleikar með Adés prógrammi og Adés að stjórna. Adés hélt fyrirlestur í dag um verkin sín fyrir tónsmíðanema konservatorísins. Hugi sagði mér frá þessu í dag og sagðist hafa íhugað að spurja Bent hvort ég mætti sitja þennann fyrirlestur en því miður var stuttur fyrirvari á þessu svo ekki varð úr því.
En ég er ákveðinn að fara á tónleikana og klukkustund fyrir tónleikana ætlar hann að tala um verkin, ég mæti þá á það. Á bókasafninu í dag hlustaði ég á kvartettinn hans (minnir að sé op.12). Hann var mjög flottur og hann snerti mig. Þannig að Adés er að ná betur til mín núna. Samt er ég ekki alveg sannfærður um að hann eigi þessa ofurauglýsingu skilið....ennþá! |
miðvikudagur, september 29, 2004
Adés tónleikar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli