sunnudagur, október 24, 2004

Bach

- Ég spilaði á skólatónleikum síðasta föstudag og gékk fínt...smá stress í byrjun kom í veg fyrir að ég gæti gleymt mér í tónlistinni en í 3ja þætti (Bach gömbusónata no.2) náði ég mér á strik og datt meira inn í tónlistina, síðan í 4ða þætti lét ég allt flakka. Hildur sagðist hafa greint nýja munnsvipi...haha, ég lít á það sem góðs viti. Ég á eftir að heyra upptökuna en ef 3ji þátturinn var góður þá set ég hann á heimasíðuna mína því það er svo ótrúlega falleg tónlist. Michal var mjög ánægður með mig....og líka Svafa :) sem kom á bassatónleika. En auðvitað stal svo Joel senunni.
- Á morgunn fer ég svo til Berlínar. Við ætlum að kíkja til Bernhard Kort sem er bassasmiður og er með ótrúlega mikið af bössum í sölu. Svo fer ég að sjálfsögðu til Helgu Þóru og fæ líka að gista í herberginu hennar. Ef tími gefst þá get ég hitt æskuvin minn Stefán Júlíusson. En þetta eru bara tveir dagar þannig að það er best að ætla sér ekki of mikið.
- Ég leyfði Evu (harmonikkustelpu) að hlusta á Ísafoldaupptökur og hún var mjög hrifin, ég held hissa líka. Hún átti ekki von á að sveitin væri eins góð og hún er. Annars er verkið Antiphony eftir Úlfar alveg frábært. Mér finnst það mjög grípandi og skemmtilegt. Það er bara svo ótrúlegur munur að þurfa ekki að einbeita sér að rytmum og geta bara hlustað á það. :)
- Bless, farinn!

Engin ummæli: