miðvikudagur, október 20, 2004

Fullkominn???

Eftir að hafa spilað í undirleikstíma (ég var fyrstur kl.10 um morguninn) var mér sagt að mæta aftur á morgunn kl.10. Okey, allt í lagi með það....þegar svo Oliver var búinn kom hann til mína þar sem ég var að æfa mig og sagðist vera með góðar fréttir
Kristján: Nú!?
Oliver: Þú átt að vera seinastur í undirleikstíma á morgunn af því að Michal (Michal Stadnicki kennarinn okkar) segir að þú hafir spilað fullkomið.

hahaha! Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði vel. En auðvitað var þetta langt frá fullkomnun, þar sem kennarinn minn er pólskur þá orðar hann stundum hlutina svoldið ónákvæmt (á dönsku) og það sem hann meinti væntanlega var að SAMSPILIÐ hefði virkað fullkomnlega og að ég þyrfti minni tíma en hinir með píanistanum...ég fæ því bara afganginn af tímanum þegar hínir verða búnir að æfa fullt. Það þýðir að ég fæ að spila einu sinni í gegn. En ég tek þessu samt sem hrósi.

Ég vildi að þið tónlistarnörda vinir mínir gætuð heyrt hann Joel kontrabassavin minn spila sóló læf. Þá mynduð þið skilja afhverju mér finnst svo oft allt sem ég geri lélegt. Hann spilar á bassann eins og góður fiðluleikari á fiðlu, ef ekki betur. Á öllum skólatónleikum sem kontrabassarnir hafa stelur hann senunni. Annars eru einmitt slíkir tónleikar á föstudaginn kemur og þá spila ég Bach gömbusónötu í D-dúr (no.2). Joel mun síðan stela senunni með þremur verkum og það seinasta er Gliére tarantella sem er svona 5 sinnum erfiðari en Bottesini tarantellan sem ég spilaði í sumar og hann spilar hana þúsund sinnum betur en ég spila Bottesini. Svona er lífið! En gleymum því ekki, að ég spilaði fullkomið í dag!! :)

Engin ummæli: