miðvikudagur, september 15, 2004

Viðhorfs-vandi

Í skólanum mínum ríkir ömurlegt viðhorf gagnvart skólahljómsveitinni. Allir blásararnir eru jákvæðir og kontrabassarnir elska að spila í hljómsveit en hinir strengirnir vilja alltaf allir komast undan. Ég skil þetta ekki! Maður gengur í skóla í 5 ár og á að fá menntunn sem hljómsveitaspilari en það eru bara 4-5 hljómsveitaverkefni á ári sem þýðir 20-25 sinnum á námsferlinum og svo er maður kannski ekki með í öllum verkefnunum. Það er ekki mikil reynsla að hafa spilað kannski 15-16 sinnum í hljómsveit ef maður á að vera með menntunn í því.

Í gær var fundur eftir hljómsveitaæfingu um þetta efni og fiðlu og lágfiðlukrakkarnir voru með allskyns kjánalegar hugmyndir. Ein var að halda prufuspil fyrir hljómsveit en þetta er skóli og allir eða sem flestir ættu að fá sjens til að leiða. Sumir eru betri í prufuspilum en aðrir og það þýðir ekki að þeir séu betri leiðarar. Svo voru bara alls konar kjána hugmyndir. Ef ég mætti ráða þá væri hljómsveit einu sinni í mánuði.

Ég varð líka var við það á æfingunni í gær sem var sú fyrsta að þótt ég kynni mitt mjög vel og gæti spilað alla tæknilegu staðina þá klikkaði samt ótrúlega margt og það var ekki slöppum undirbúningi að kenna heldur lítilli reynslu. Kennararnir halda að þetta sé lélegum undirbúningi að kenna, ég veit ekki, kannski voru aðrir en ég illa undirbúnir því ég var búinn að læra alls kyns stiknótur með því að skoða partitúr og hlusta en þessar stiknótur voru ekki alltaf til staðar á æfingunni, þannig að sumir hafa ekki undirbúið sig sem skildi....það á þó aðalega við blásasra. Samt er kvartað undan strengjum, en það er satt að fiðlur-lágfiðlur og sellóin eru alltaf að reyna að komast undan eða hringja og segjast vera veik og þá þarf einhver annar nemi að koma í staðinn sem er mjög ósanngjarnt. Fólk er fífl! Nema bassagrúppan, hún rúlar.


Engin ummæli: