fimmtudagur, september 16, 2004

Brjálað að gera

Maður fær nett í bakið af því að leiða bassagrúppu og hver mistök sem maður gerir eru sem hnífstunga í hrygginn. 5-strengja bassinn tekur líka sinn toll. Ekki er það betra þegar maður veit að fyrir 8.okt þarf að vera búið að æfa 4 ný verk en samt að halda dampi í kammermúsík og hljóðfæratímum....mér líður eins og það sé verið að toga í handleggina á mér svo að ég er við að rifna í sundur.

Annars er frétt að segja frá því að í skólanum mínum er finnskur píanisti (sólistadeild) sem hefur verið að halda tónleika kvöld eftir kvöld alltaf með nýtt prógram. Samtals 8 tónleikar kíkið á www.dkdm.dk til að skoða prógrammið-rosalegt frík!! Ég á bágt með að trúa því að hann spili þetta vel...það hlýtur að enda sem sjúsk þegar maður spilar svona stórt prógramm.

Engin ummæli: