sunnudagur, september 12, 2004

Kominn sunnudagur og langt síðan seinasta blogg fór fram. Föstudagskvöld var djamm í konservatoríinu og laugardagskvöld var djamm heima hjá Hönnu og Huga, íslendingadjamm. Mikið fjör og mikið drukkið í bæði skipti en ég var að deyja úr þreytu og með léttan hausverk eftir föstudagsdjammið svo ég var í engu ástandi til að djamma hjá Hönnu og Huga. Alla leiðina til þeirra töluðum við Hildur um að fara snemma heim og drekka ekki of mikið, við þyrftum á hvíld að halda. En um leið og við mættum á svæðið hresstist maður við og viti menn, við vorum seinust út úr húsi klukkan rúmlega 5.

Tíminn minn hjá Stadnicki var fínn, ég ákvað að kaupa kaffibolla handa karlinum svo hann yrði glaður enda var þetta fyrsti tíminn þennann dag (kl.09:00). Hann talaði aðalega um að æfa upp vinstrihandar hamarstækni. Að negla nóturnar sem gerir það að verkum að þær koma skýrar frá byrjun og eykur intonations öryggi. Mjög fínt að æfa þetta. Einu sinni var ég þannig að ég hefði síðan haft þetta sem heilaga baráttu, að ná þessari tækni og síðan þegar ég spila næst á skólatónleikum þá myndi ég næstum bara hugsa um þetta atriði alla tónleikana. En nú er ég meira að hugsa um að spila músík með áhrifaríkri túlkun og ég nenni ekkert að spá í tækni þegar ég spila fyrir áheyrendur. Mikið er ég feginn að vera kominn á þann stað.

Ég keypti mér tvær dvd myndir um daginn, The curse of the Jade Scorpion (Woody Allen) og Lost Highway (David Lynch). Frábærar myndir, ég var þegar búinn að sjá Woody tvisvar en mig langar alltaf að sjá hana aftur, frábær mynd.

Ég er eitthvað að hugsa um tónleikaplön fyrir jólin??? Kontri + Electronic ??? Kannski, sjáum til.


Engin ummæli: