fimmtudagur, september 02, 2004

Skólahljómsveitin

Skólahljómsveitin verður núna miðjan sept. og minns á að leiða bassasveitina, það verður Bartok consert fyrir hljómsveit, Elgar sellókonsert og einhver forleikur eftir Mussorsky sem ég þekki ekki og held að sé frekar lítið þekktur. En sem sagt, þetta bætist oná allt. GAMAN :) Maður verður að reyna sjá björtu hliðina í þessu brjálæði.

Fyrir þá sem ekki vita þá brotnaði nýi 340.000 kr. boginn minn í Ísafoldaferðinni. En ég fæ nýjan, bogasmiðurinn gerir nýjan endurgjaldslaust en svo borga tryggingarnar og bogakarlinn fær eitthvað fyrir vinnuna.

Nú er ég að fara á tónleika með Radíóhljómsveitinni, eitt nýtt stykki og Mahler 7. Bless!


Engin ummæli: