mánudagur, september 06, 2004

La vita e musica

Þá er maður búinn að prófa Winter eftir Helmut Zapf með henni Evu harmonikkuleikara og það róar mann nú alltaf þegar maður er búinn að prófa verk sem lítur út fyrir að vera mjög erfitt. Þettta mun hafast. Í dag hitti ég Steingrím Rollof, ég held ég fari rétt með eftirnafnið. Hann er tónskáld (hálfur íslendingur og hálfur þjóðverji) sem ætlar að skrifa verk handa okkur Evu. Mig vantar nafn á dúóið, hugmyndir? En Steini er gæðablóð og vonandi fæ ég hann seinna til að semja stykki handa mér og electronic. Svo ætlar hann að sýna mér það sem hann hefur samið fyrir stærri grúppur og er ég þá með Ísafold í huga.

Rachmaninov tríóið er búið að æfa einu sinni og önnur æfing ásamt tíma hjá Alexandre Zapolski fer fram á morgunn. Mér líst nú bara þrumuvel á þetta, ég er búinn að ákveða að spila ekki allt í sellóáttundinni því það hljómar hreinlega ekki nógu og vel, það er betra að leyfa bassanum að njóta sín og færa svo upp um áttund það sem er of djúpt til að geta sungið út. Eftir þá ákvörðun er verkið tæknilega létt og músíkin/túlkunin verður aðalmálið. Það er sko gaman!! :) Síðan get ég sagt á kammermúsíkprófinu mínu að ég hafi sjálfur endurskrifað sellópartinn fyrir bassa og þá er ég búinn að sýna fram á sjálfstæð vinnubrögð en það þarf til að fá hæstu einkunn. Hæsta einkunn er 13 og ég er að hugsa um að næla mér í hana.

Ég er enn ekki búinn að fara í tíma hjá maestro Michal Stadnicki en fyrsti bassatími verður á fimmtudaginn.

Engin ummæli: