fimmtudagur, september 02, 2004

Upprisa

Þá er maður kominn aftur til bloggheima. Sumarið hefur verið frábært, mikið að spila og mér líður tvöfallt sterkari en fyrir sumar. Sólótónleikarnir gengu að mörgu leiti vel, allavega var fólk ánægt. Ísafold rokkaði feitt og var æði. Nú er bara næsta brjálæði tekið við, undirbúningur fyrir Kulturnat en ég hyggst spila þar verk eftir Huga sem hann er að vinna í, Secret Psalms eftir Úlfar Inga og Arnild eftir Ejnar Kanding. Allt eru þetta verk fyrir kontrabassa og electronic. Síðan spila ég eitt verk með Evu, harmonikkuleikaranum, (Winter e.Helmut Zapf) og hún spilar svo eitt stykki eftir Bent Sörenssen. Þessa tónleika spilum við tvisvar á sama kvöldi.

Nú verður maður líka að byrja kammermúsíkæfingar en keppnisskapið í mér sagði að ég ætti að spila eitthvað djöfulli erfitt sem myndi töfra dómnefndina upp úr skónum. Málið er nefninlega að þessi drulludómarar segja alltaf það sama við bassa og sellóleikara, þú þarft að leiða þetta meira....eins og það sé verk bassans í kammer að leiða. En þess vegna valdi ég að spila Rachmaninoff tríó og spila sellóröddina á bassa í hljómandi sömu áttund (sem sagt allt í hæstu hæðum)...gangi mér vel. GÚLP!

Ég ætla ekki að eyða öllum morgninum í þetta blogg....best að æfa sig.

Engin ummæli: