Miðvikudag og fimmtudag slappur - föstudag hálfveikur - laugardag alveikur. Ég nenni þessu ekki. :( Ég er að vona að sunnudagur verði aftur hálfveikur eða slappur og mánudagur ferskur. Ég fékk aldrei svar frá Klink og Bank varðandi fyrirspurn mína um tónleikahald þar á milli jóla og nýárs. Endaði með því að ég hringdi sjálfur og forstöðukonunni leist vel á þetta en það er óvíst hvað gerist með brunaeftirlit og fleira á næstu vikum. Vonandi gengur þetta upp, það væri mjög gaman að geta spilað tónleika í jólafríinu. Maður verður að vera duglegur að troða upp ef maður ætlar að slá í gegn. Eins og sumir vita þá er í gangi operation #Kontrabassaleikari Íslands. Þessi op. gengur út á að verða þekktur í íslensku þjóðlífi með því að vera nógu og aktívur. Það er að vísu næstum ómögulegt meðan ég bý erlendis en maður verður nú samt að byrja strax. Operation Kb.Í. lýkur þegar fólk sem hlustar ekki á klassíska tónlist almennt veit samt hver ég er svona rétt eins og allir vita hver Sigrún Eðvalds er. Sem sagt eftir sirka 30ár. :) Það er nú samt hættulegt að vera að krýna sjálfan sig Kontrabassaleikara Íslands enda er það ekki ætlunin, það er bara dulnefni aðgerðarinnar. Code name sjáiði til! Að vísu fylgir þessu plani að ég þarf að verða svona 10 sinnum betri en ég er núna...það er eiginlega erfiðasti hjallinn. |
laugardagur, september 25, 2004
Operation #Kontrabassaleikari Íslands
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli