laugardagur, september 25, 2004

Draumur

Í veikindum mínum hef ég mikla þörf fyrir svefn. Gallinn er að mig dreymir sama drauminn aftur og aftur. Draumurinn er svo einfaldur að maður verður alveg vitlaus af honum.

Ég er staddur á stórum fleti sem er búið að skipta niður í marga ramma (ca. 2 fermetrar hver rammi). Rammarnir eru afmarkaðir með línum og ef ég stíg yfir á nýjan ramma þá verður liturinn á rammanum að mínum lit. Aðrir eru á þessum fleti líka og þeir hafa sinn lit hver. Flöturinn virðist vera eins og vegasalt og það er mikilvægt að litirnir séu í jafnvægi því annars hallar flöturinn og illa fer fyrir öllum. Samt eru allir sífellt að ganga um og næla sér í fleiri ramma en það skemmir litajafnvægið (það er eins og hver litur hafi sína þyngd). Svona gengur svo þessi draumur, ég er alla nóttina að reyna að passa upp á að flöturinn hafi jafnvægi.

Ömurlega leiðinlegt, einfalt og ég næ þessu ekki úr hausnum...ég hata það!


Engin ummæli: