Þá er komið að því, ég er veikur.
Fór í tíma í gær sem var hörmung, ég hafði enga einbeitingu og get ekkert spilað. Það þýðir samt ekkert að segja Michal Stadnicki að ég sé veikur. Einu sinni hlustaði ég á Oliver (bassanema) í undirleikstíma, hann hafði verið rúmliggjandi í heila viku og þetta var fyrsti eða annar dagurinn hans á fótum og Michal skammaði hann ótrúlega grimmt fyrir að láta veikindin draga sig niður. Hann sagði að þetta þýddi ekkert, hann þyrfti bara að æfa sig meira ef hann yrði veikur. Jább! Svoldið klikkaður kennari á köflum.
Ég fékk samt mikið út úr tímanum í gær.
Svo nálgast kulturnat og ég er hvergi nálægt því að vera tilbúinn fyrir það. En það reddast!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli