mánudagur, september 20, 2004

Nú! ertu Íslendingur?

Í gær eftir 4 daga/æfingar með skólahljómsveitinni og rétt fyrir tónleika var ég að tala við einn úr bassagrúppunni (einn af þeim sem koma frá Odense) og hann spyr hvaðan ég sé og ég segi "Iceland" en á þeirri stundu var verið að tala ensku í hópnum. Þá svarar hann á fullkomnri íslensku "núúú ertu Íslendingur?". Ég fékk vægt sjokk, að hugsa sér, hér var íslenskur bassaleikari í danmörku sem ég vissi ekki af. Hvað þá að hafa umgengist hann í 4 daga án þess að fatta það og blaðra við hann dönsku það litla sem ég átti samskipti við hann. Í ljós kom að hann er færeyingur sem var í F.Í.H. í 2 ár á Íslandi. Nú get ég talað íslensku við einn úr bassagrúppunni, rosalega er það þægilegt, en seinni tónleikarnir eru í kvöld...svo er þetta búið.

Annars gengu tónleikarnir nokkuð vel. Ég tel mig vera ágætis leiðari en samt geri ég of mörg mistök enn. Spilaði til dæmis eitt fffff pizzicato takti of snemma...hahaha, en það er nú leyfilegt að ruglast einhverntíma. Það er það erfiða við þetta leiðaradæmi að ef maður gerir mistök þá gerir maður þau af mikilli sannfæringu og leiðir jafnvel fleiri út í að gera mistökin með manni....nicht so gut, sehr slecht!


Engin ummæli: