Ég er nokkuð ákveðinn í að halda rafhljóð+kontrabassi tónleika um jólin. Þá var ég að hugsa um Klink og Bank til að spila fyrir unga fólkið og hipp listafólkið. Ef ég held þetta í kirkju þá kemur örugglega enginn. Ég var að spá í dagsetningu fyrir tónleikana og myndi gjarnan þyggja ábendingar.
31.des (gamlársagur) kl.14 eða 15. Tónleikarnir taka um 40-60 mín. Er þetta galinn dagur? Ég hef á tilfinningunni að unga fólkið hafi lítið sem ekkert fyrir stafni á þessum degi. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli