Er Thomas Adés ekki ofmetið tónskáld? Það er svo rosalega mikið fjallað um hann í fjölmiðlum en mér finnst hann ekki ná að snerta sál mína. Ég heyri samt að hann er mjög vandaður en mér finnst enn vanta eitthvað upp á til að hann nái almennilega til mín. Það er auðvitað misjafnt hvað nær til manns. Ég myndi segja Mozart besta tónskáld allra tíma. Það er eitthvað við hann sem er guðdómlegt og maður skilur ekki afhverju. T.d. sumar píanósónötur eru með hlægilega einföldum laglínum og hljómaarpegíum...en samt guðdómlegt. Kannski er það auðmýkt sem nær til mín? |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli