Ég veit aðeins meira um USA ferðina. Hún verður líklega vorönn 2005 (sem er ágætt því þá verð ég orðinn betri og með stærra repertoire). Þetta gæti líka ýtt á Huga að byrja á verki fyrir mig þar sem það gæti verið flutt í NY og Seattle.
Það eina sem er öruggt núna er Seattle. En það eru víst komnar hugmyndir um New York, New Jersey og eftir Seattle er stutt yfir til Canada. Á þessum stöðum er Ejnar Kanding með sambönd.
Ég fór á tónleika eð Huga bæði laugardagskvöldið og sunnudaginn. Laugardagskvöldið var mjög vel heppnað en sunnudagurinn var síðri, grúppan sem spilaði heitir Cikada og er norsk. (Svipar til Caput) Sveitin spilaði ótrúlega vel og voru sérstaklega tvö verk sem heilluðu Circadian Pulse (2003) e. Karsten Fundal (f.1966) og svo verk sem ég var alveg ótrúlega hrifinn af, The weeping white room (2002) e. Bent Sørensen (1958). Ég er að hugsa um að stinga upp á að Ísafold spili það verk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli