Dagurinn í dag hreinlega gengur upp. Vaknaði á góðum tíma kl.7 og gat í rólegheitum farið í sturtu og fengið mér morgunkaffið. Það segja allir að maður eigi að byrja daginn á hollum morgunverð en ég hreinlega hef ekki lyst fyrr en ég er búinn að vera í svona 3 tíma á fótum. Eftir um 3ja tíma æfingu fór ég heim og við Hildur fórum út að hlaupa í almenningsgarðinum (Frederiksberg have) og sólin var þá byrjuð að skína. Við höfðum nefninlega ætlað að fara í ræktina, við höfum ekki farið í meira en 2 mánuði en eigum samt kort....hvílík peningasóun. En þegar sólin skín verður maður að hlaupa í garðinum. Sökum lélegs forms varð hlaupið að göngu. Nú eftir þetta fórum við heim að elda og í sturtu og svoleiðis. Núna er kl.17:20 og ég er ferskur tilbúinn í næstu æfingatörn. En auðvitað eftir að hafa borðað vel verður maður að fá sér kaffi og slaka á fyrir framan tölvuna með notarlega tónlist á fóninum. Er að hlusta Edgar Meyer, Joshua Bell og félaga spila blugrass/klassísk lög eftir Meyer.
Ég hringdi í Guðnýu organistanema með meiru sem er alltaf að registrera og fleira, ég bað hana að spila með mér í gegnum Bottesini konsertinn. Hún var svo yndæl að segja já við því þótt hún sé eflaust með verkefni upp fyrir haus. Hún er mikið gæðablóð. Þannig að ég fæ sjens á að spila þetta með undirleik á sunnudaginn kemur sem verður gott til að ég heyrir hvað sé ekki að ganga og þarfnist lagfæringar og til að fá að hafa gaman af spilamennskunni. Það er alveg óþolandi hvað maður spilar sjaldan með píanista.
Ég er byrjaður að fitna...virðist ætla að fá bumbu, svona bjórvömb. Þar sem ég er ekki orðinn feitur ætla ég strax að minnka við nammiát og fituát. Ekki steikja bacon hvernær sem er eða fá mér vínarbrauð í kantínunni.
Þið eruð frábær og ég elska ykkur öll. Jíííííííííííííííííhhhaaaa!! (blugrass/country óp)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli