Plan dagsins er að: Þvo þvott, hlusta á Mahler no.1 því ég er að fara að æfa partinn minn áður en næsta hljómsveitarverkefni hefst, þrífa íbúðina svoldið og fá gott loft inn í hana, æfa mig eitthvað lámark í kvöld og kannski fara í bíó á Kill Bill vol.2. Þetta verður notarlegur dagur með litlum æfingum.
Í gær fór ég á tónleika með hljómsveitinni Efterklang sem Hildur og Edda eru að spila með. Það var skemmtilegt, þeir eru góðir í að halda tónleika. Það var video á veggnum fyrir aftan þá sem var klippt í takt með tónlistinni þannig að þetta passaði allt mjög flott saman. Mér finnst alltaf hálf vonlaust að vera með myndband á veggnum fyrir aftan grúppuna ef myndbandið hefur ekkert með tónlistina að gera. Hildur og Edda stóðu sig vel, á netinu er auglýst að þær séu að spila með Efterklang þar sem þær eru nú frægar úr Aminu sem hefur túrað með Sigur Rós í mörg ár.
Ég fór að vísu líka á Smekkleysu tónleika seinustu helgi. Heyrði þar 2 bönd af þeim 4 sem tróðu upp. Annað þeirra var með Einari sykurmola sem frontara og það var sko energí í því bandi. Ég hafði mjög gaman af því þótt tónlistin hefði verið ótrúlega einhæf og tekstarnir voru ein setning fyrir hvert lag. "I want some money" eða "I love you, love is in the air", góður húmor, ég tók þessu allavega sem húmor. Í bandinu var líka ungur strákur sem spilað nokkra trompet tóna af og til, líklega sonur Einars, hann var svona um 11-12 ára. Það fannst mér fyndið, hann var í geðveikum fílíng og var alveg eins og Einar, nákvæmlega sömu hreyfingar.
Bandaríska tónskáldið Joshua Parmenter kom til Danmerkur fyrir jól því Külli (fagottleikari í kons.) var að spila verk eftir hann á tónleikum (sem ég var líka að spila á). Nú er þetta aktíva tónskáld búið að fá styrki til að flytja okkur ásamt sellóleikara og flautuleikara til síns heimalands (Seattle), og spila verk eftir sig þar. Þá munum við spila aðra nýja tónlist sem við erum að æfa. Allt er opið. Ejnar Kanding tónskáld og kennari við Kons. í raftónlist (hann var umsjónarmaður um þessa tónleika sem ameríkaninn kom á og var það í endir námskeiðsins. Það fjallaði um að skipuleggja sína eigin tónleika með nýrri tónlist) er með einhver tengsl í New York og vill að við millilendum þar og höldum tónleika þar líka.
Þetta er allt saman á byrjunarreit þannig að ég veit ekki hvað verður úr þessu en þetta er ansi spennandi. Ég var að hugsa um að spila Gubaidulinu sónötuna í Seattle og rafverk eftir Kanding ásamt því verki sem Joshua skrifar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli