Vaknaði seint, er að fara í tíma og næ lítið að hita mig upp. Eins og áður hefur komið fram þá get eg ekki byrjað daginn án þess að kveikja á tölvunni og fá mér kaffi. Ég er tölvunörd, það er kominn tími til að viðurkenna það. Eftir að ég byrjaði netluskrif (blogg) er ég hættur að surfa netið á sama hátt og áður. Nú renni ég alltaf í gegnum blogg síður en áður var ég alltaf að leita að einhverju spennandi, t.d. reyna að finna heimasíður hljóðfæraleikara sem hafa tóndæmi. Stundum fann ég eitthvað fílósófískt.
Einu sinni sagði maður um mig þegar ég var nýbyrjaður að læra á kontrabassa "eftir 10 ár verður hann orðinn besti bassaleikari Íslands" það eru tvö ár í það. Gúlp! Ég ákvað nefninlega að þessi spá ætti að rætast. Svo hangir maður bara í tölvunni í staðinn fyrir að æfa sig...ekki gott!
Annars er ég að drekka fyrsta kaffibolla dagsins og hlusta á Michael Jackson þannig að ég er í svaka stuði núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli