Á fimmtudagskvöldið hlustaði ég á 3 bassanemendur spila generalprufu fyrir útskriftarprófið þeirra. Þau spiluðu mjög vel, eiginlega betur en ég átti von á, sem sannfærir mig enn fremur að kennarinn minn sé góður. En hvað kennarann minn varðar þá er samband mitt og hans algjört love/hate samband. Aðalega mín meginn þó. Hann getur verið svo þröngsýnn og sér alltaf það neikvæða fyrst í öllu. Ég þori varla að segja honum frá Seattle dæminu því hann mun byrja á að segja að ég hafi ekki tíma fyrir það á sömu önn og kammermúsíkprófið mitt (sem er bull en hann mun eflaust finna eitthvað neikvætt). Á móti kemur að hann er súper góður kennari. Hann fer svo djúpt ofaní allt og það er alltaf eitthvað til að bæta og alltaf lætur hann það hljóma eins og lítil vandamál séu rosalega stór, sem er nátturulega góð sálfræði, annars myndi maður kannski ekki nenna að vinna í þeim atriðum.
Seinna fimmtudagskvöldinu plataði Sofus mig til að kíkja í heimsókn og drekka með honum bjór ásamt vini sínum sem var í heimsókn frá Noregi. Við drukkum bjór-a og skot og vorum orðnir ansi skrautlegir áður en við fórum í skólann þar sem var fest. Þar var haldið áfram og ég kom heim klukkan að verða 6. Ég er enn að jafna mig. Ég gékk sko yfir strikið í drykkju, og Sofus líka. Sofus hefur slæm áhrif á mig.
Ég reyndi að æfa mig í dag en er of þreyttur til að einbeita mér. Á morgunn ætla ég að spila í gegnum 1.kaflann í Bottesini konsertinum með Guðnýju þannig að þeð er eins gott að vakna snemma og byrja daginn vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli