Ég fór á tvenna tónleika um helgina og eina í gær.
Laugardagurinn var
Athelas (sinfonietta)
Prógrammið var,
Luca Francesconi - Da capo og Inquieta limina
Salvatore Sciarrino - Introduzione all'oscuro
Luciano Berio - Sequenza XIII (Harmonika)
Niels Rosing-Schow - ...sous les rales du vent d'Est
Það er sjaldan sem maður fer á tónleika með nútímatónlist þar sem allt á prógramminu er flott. Sérstaklega var ég hrifinn af Sciarrino, það myndi passa vel fyrir Ísafold, allir nema slagverk, harpa og píanó eru með. Geðveikt verk, mikið verið að gera öndunar/blásturshljóð og strengirnir eru mest með flagolette/flaututóna. Tónmál hans er mjög veikt og gegnsætt.
Sunnudagurinn var:
Aya Tominaga og Jutlandia Saxofonkvartet
Þar voru fjögur verk flutt, eitt eftir Gubaidulinu sem var fyrir tvo bariton saxa og það var það eina sem var gott. Það var að vísu geðveikt verk en hin voru bara leiðindi.
Þriðjudagurinn var:
DiamantEnsamblet
Þetta er nýtt ensamble sem tilheyrir tónleikasalnum (rosa góður salur) í Svarta Demantnum (Landsbókasafnið er í þessari byggingu). Þau spila kammermúsík frá ýmsum tímum. Það sorglega var að á nútímatónleikunum sem ég hef farið á undanfarið hefur verið hálf tómt í salnum (Athelas spila í sama sal) en á þessum tónleikum var troðið.
Þetta ensamble er þrælgott og þau spiluðu allt frá kvartettum upp í fullt hús (tíu hljóðfæraleikarar í allt). Tónlistin náði samt ekki til mín eins og Athelas gerðu á laugardaginn. Mér leiðist líka flutningur sem gengur út á fullkomnun og ekki skemmtilega túlkun.
Kennarinn minn var að stinga upp á verkum fyrir næsta ár og það voru allt verk sem mig langaði geðveikt að spila, Misek sónata 2, Bach gömbusónata í G-dúr, Fryba svíta í gömlum stíl.
Annars hef ég ekki verið í sérstöku blogg stuði, sjáum til hvað ég nenni á næstunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli