sunnudagur, maí 23, 2004

Grill

Í dag verður grill hjá Diljá og Kristni, það verður huggulegt. Ekki oft sem maður fer í grillboð. Dagurinn er bjartur þannig að vonandi rignir ekki, það var nefninlega grenjandi rigning í gær.

Ég er að hlusta á fiðlukonsert eftir Erkki-Sven Tüür og hann er töff. Frekar tónal en alls ekkert gamaldags eða korný. Það er alltaf svo hressandi að hlusta á nýja tónlist, gefur deginum gott púst. Sérstaklega ef maður fær sér espresso á meðan. Það er einmitt besta sölutrixið hjá 12 tónum, allavega virkar það á mig. Týpísk heimsókn í 12 tóna hjá mér er svona...Ég finn 3-4 diska og sest í þægilegan sófa þar sem er hlustunaraðstaða. Um leið er ég spurður hvort það megi bjóða mér kaffi, ég fæ espresso úr industrial espresso-maskínu, sem sagt the real thing. Síðan hlusta ég á þessa 3-4 vel völdu diska með nýlega samdri tónlist á. Eftir hlustunina er ég high af kaffinu og músíkinni og get ekki valið á milli, kaupi því alla. Það versta er að diskar á Íslandi eru fáránlega dýrir en ég hugsa alltaf sem svo að klassísk tónlist á undir högg að sækja á íslenskum plötumarkaði og því er ágætt að styrkja einu búðina sem nennir að hafa metnað í klassík og því sem telst ekki mainstreem.

Engin ummæli: