föstudagur, maí 14, 2004

Days of our lifes.

Þegar hver nóta skiptir máli verður svo rosalega erfitt líkamlega að æfa. Það er nefninlega svo að kennarinn minn hinn pólski Michal Stadnicki lætur alltaf við mig (og aðra nemendur)eins og maður kunni ekki neitt og sé algerlega músíkalskt fífl ef maður er ekki að spila eins og honum finnst flottast. Hann vill að hver nóta sé gefinn sinn tími og meira til. Ég er eiginlega bara að einbeita mér að Bottesini konsertinum þessa dagana og hann er mjög erfiður, vinstri höndin þarf mikið úthald og nákvæmni í endalausum handstöðu skiptingum. Ég þori auðvitað ekki annað en að hlýða karlinum en þetta reynir svo ótrúlega mikið á mig að ég er alveg búinn á því eftir hvern æfingadag.

Annars hef ég hugsað mér að reyna að fá að spila þennann konsert með S.Á. en ætla samt ekkert að fara að troða því inn í prógrammið nema að ég viti að ég muni hafa tíma til að gera þetta súper dúper vel. Fyrst er að klára að fara í gegnum hann allann og spila hann á skólatónleikum á næstu önn. Svo verður þetta Seattle dæmi vor 2005 og kammermúsíkpróf þannig að ég verð að stefna á að fá þetta í gegn haust eða jól 2005.

Ég er strax farinn að plana kammermúsíkprófið mitt. Þetta er heimskulegast próf sem fyrirfinnst. Þar er maður dæmdur fyrir heioldarútkomuna hjá grúppunni, ég meina ég er bassaleikari. Ég gæti skilið þetta próf ef það væri bara fyrir fiðluleikara og þeir ættu að spila 1.fiðlu partinn. Ég hef því brugðið á það ráð að spila bara verk sem gefur mér tækifæri á að spila eins og sólisti.

1. Schnittke Hymn II fyrir selló og bassa
2. Rachmaninov píanótríó (élégiaque g-moll)+fiðla og selló (spila bara sellópartinn á bassa)
3. George Crumb Madrigals book 1 fyrir slagverk, sópran, kontrabassi
4. Bassakvartett þar sem ég spila 1.bassa, ég er ekki búinn að ákveða hvaða kvartett ég vil spila.

...and those were the days of our lifes!

Engin ummæli: