Í gær voru tónleikar með kór Dómkirkjunnar í Rvk. á stórkaupmannahafnarsvæðinu. Kristín frænka syngur í kórnum og ég var sko heldur betur búinn að lofa að koma. Dagurinn fór í að æfa mig og Hildur var á æfingu með Diljá og fél. (eru að æfa barokk stykki fyrir 4 árs prófið hennar Diljáar). Við ætluðum að borða saman þegar hún væri búinn á æfingu en æfingin dróst á langinn og fyrr en varði var ég á seinustu stundu með allt saman, svangur og pirraður. Það endaði auðvitað með því að ég fór bara heim að borða og var þá orðinn of seinn til að fara á tónleikana. Í staðinn var ég heima nagaður af samvisku.
Vonandi fyrirgefur Kristín frænka mér þessi ljótu mistök. Mig langaði mikið að koma.
Í dag fór ég svo í bassatíma sem gékk ágætlega, samt pínu erfiður. Alltaf þessi helvítis nákvæmni í kallinum...má maður ekki bara djöflast í gegnum þetta....NEI, segi svona. Klang, tempo, frasering, intonation, buevinkel, artikulation, accelarando, ritenuto....og allt það! Nú er ég þreyttur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli