miðvikudagur, apríl 14, 2004

Töfrar

Sofus vinur minn hinn norski er kominn með venjulegt hár. Hann er búinn að vera með Dredloks (kann ekki að skrifa þetta á enskunni) síðan ég kynntist honum. Þetta minnti mig einna helst á þegar Metalica gæjarnir fóru allir í klippingu á sama tíma og á augabragði voru þeir venjulegir menn. Skrítið að sjá þetta, Sofus er líka með liðað hár sem ég gerði ekki ráð fyrir svo það stendur mikið út í loftið. Maður er bara í sjokki.

Annars sagði hann mér frá því að hann og annar vinur okkar Johannes Weiser (sem á eftir að meika það, bariton söngvari) hefðu verið í Berlín því Jóhannes er að fá verkefni þar á næstunni. Þeir fóru í óperuna að sjá Töfraflautuna. Þetta var að sjálfsögðu minimalisk uppfærsla færð til nútímans. Sumir voru vélmenni og þrautirnar þrjár voru tölvuleikir og så videre. Hvað er að þessum helv**s leikstjórum. Hvernær ætla þeir að fatta að fólk fer á óperuna til að upplifa gamla tíma, ekki bara tónlist og söguþráð. Töfraflautan er svo sjarmerandi verk ef hún er bara flutt á gamla mátann.

Minimalismi, less is more! Þetta á vel við um mörg málverk og diskahulstur eru flottust þegar þau eru einföldust en þegar maður fer í óperuna vill maður sjá eitthvað stórkostlegt. Alveg eins og þegar maður fer á action mynd í bíó vill maður sjónarspil. En hvað er ég að útskýra þetta hér, þér vitið þetta og eruð ekki leikstjóri.

Engin ummæli: