mánudagur, apríl 12, 2004

Leti leti leti - leti líf mitt er

Nú er ég búinn að vera viku á Íslandi og ekkert getað æft mig. Eftir tvo daga fer ég í tíma og á að vera búinn að æfa upp 1.kaflan í Bottesini konsertinum, er það ekki bara frábært. Ég nenni ekki að koma illa undirbúinn þannig að ég neyðist til að æfa mig í marga marga marga marga marga klukkutíma þessa tvo daga þangað til.

Dagurinn í gær fór í sjónvarpsgláp...svo dreymdi mig einhverja vitleysu í nótt og ef ykkur langar að ráða fleiri drauma þá var þessi þannig að ég var að fara eitthvað. Stundum var það með flugvel (lítil rella), stundum bíll og stundum var það bátur. Ég átti að taka bassa og nótur með en var alltaf að uppgötva að ég hefði gleymt öðru hvoru og þurfti að snúa við. Þetta var svona hálfgerð martröð því það var alltaf eitthvað að. Ráðið í þetta!?

Engin ummæli: