Það er til bassaleikari sem heitir Edgar Meyer. Hann er besti bassaleikari sem hefur lifað á þessari jörðu. Hvernig get ég sagt það? Jú! Því tæknileg geta hans er svo mörgum þrepum fyrir ofan þá bestu í dag. Hann spilar á bassa eins og hann sé fiðluleikari, eins og þetta sé bara pínulítið hljóðfæri. Svo spilar hann svo tandur skínandi hreint með ótrúlega flottum tón venjulega án víbratós. Smelltu á þennan
tengil - þar geturðu hlustað á 4 mínútna viðtal með tóndæmum. Ef það er einhver sem ég lít upp til þá er það Meyer.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli