Ég er búinn að senda KB banka vandaða umsókn um styrk og ég er ekki með reikning í námsmannalínunni....vandræði. En kannski tekst mér að stofna reikning fyrir skilafrestinn 1.maí.
Heimasíðan er komin vel á veg. Það er þó ýmislegt sem ég þarf að orða betur. Ég hafði hana nefninlega á ensku og ég er ekki sérlega sleipur í ensku þegar kemur að því að orða hlutina pent og málfræðilega rétt.
Það er kúl að þótt maður þurfi að bíða svoldið eftir að heimasíðan opnist þá þarf eftir það ekkert að bíða eftir tóndæmum og allt svoleiðis flæðir bara út úr tölvunni án biðtíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli