Í dag þarf ég að spila með organista á prófi. Það er það sama og ég hef talað um áður hér, með sellóleikara dauðans. Ég er svo ótrúlega ekki að nenna því...ég þoli ekki að fara með bassann í strætó og ég þoli ekki þennann sellóleikara. Þá er ég búinn að koma því frá mér.
Þessa dagana er ég að vinna í stórbreytingum á heimasíðunni minni. Hana er ég að gera i Flash svo það eru spennandi möguleikar í boði, ég hef hugsað mér að hafa hana litríka og forvitnilega. Þannig að maður verði að skoða hana til að finna út úr því hver ég sé.
Ég keypti mér ofurdisk um daginn. Það var silk road journey sem er Yo Yo Ma að spila með ýmsum spilurum og söngvurum frá þessum Austrænu löndum sem í Andrési Önd hétu Fjarskanistan. Þetta er allt tónlist frá þessum heimshluta og þótt Yo Yo Ma's andlit sé notað til að selja diskinn þá er þetta alls ekki vestrænar útgáfur af lögunum og hann er ekkert í neinu rosalegu sólóhlutverki þótt það séu líka lög þarna fyrir sóló selló. En allavega frábær diskur, svo fattaði ég eftir að ég keypti hann að Edgar Meyer spilar líka á honum...goðið mitt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli